Umsókn um styrk til heilsueflingar

Í fundargerð bæjarráðs þann 14. maí 2008 segir:

Bæjarráð Akraness samþykkir að stuðla að heilsueflingu starfsmanna Akraneskaupstaðar með því að styrkja starfsmenn kaupstaðarins sem vilja stunda reglubundna líkamsrækt í íþróttamannvirkjum Akraneskaupstaðar með árlegu fjárframlagi sem nemur sömu upphæð og árskort í sund kostar á hverjum tíma ( í dag kr. 31.520).
Greiðslan er miðuð við fullt starf og hlutfallslega miðuð við starfshlutfall, þó þannig að einungis fastráðnir starfsmenn Akraneskaupstaðar í 33% starfshlutfalli og hærra njóta þessarar endurgreiðslu. Greiðsla styrkja fer fram hjá skrifstofu Akraneskaupstaðar gegn framvísun kvittunar á greiðslu árskorts.

Upplýsingar um starfsmann

 

Fylgiskjöl


Hægt er að skila kvittun í þjónustuver Akraneskaupstaðar að Dalbraut 4, 300 Akranesi eða hengja hana við umsóknina hér að neðan.


Endurgreiðsla heilsueflingarstyrks kemur til greiðslu í næstu launakeyrslu. Gögn þurfa að hafa borist fyrir 25. hvers mánaðar til að það greiðist út mánaðarmótin á eftir.